Syrusson Hönnunarhús

Um okkur

Heildarlausnir í hönnun, sérsmíði og innréttingum fyrir öll rými

Syrusson Hönnunarhús hefur verið leiðandi í hönnun og innréttingu rýma síðan 2006. Við sérhæfum okkur í að skapa fallegar og hagnýtar heildarlausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili, með áherslu á gæði og þægindi í öllum okkar vörum og þjónustu.

Úrval okkar spannar allt frá íslenskri hönnun og framleiðslu til vara frá virtum erlendum framleiðendum. Teymi okkar af reyndum arkitektum og hönnuðum vinnur náið með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, frá hugmynd að lokauppsetningu. Sem aðili að Rammasamningi Ríkiskaupa uppfyllum við einnig strangar gæðakröfur opinbera geirans.

Með fagmennsku og sveigjanleika erum við traustur samstarfsaðili í að skapa einstök rými sem endurspegla þarfir og stíl hvers viðskiptavinar.

Umhverfisstefna

Umfang

Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi Syrusson og er ábyrgð á framfylgni hennar jafnt hjá stórnendum og annarra starfsmanna. Allir starfsmenn Syrusson skulu þekkja efni umhverfisstefnunnar, vinna samkvæmt henni og markvisst að leita leiða til úrbóta í umhverfismálum.

Framkvæmd

  • Teymi innan Syrusson býður upp á fræðslu fyrir starfsfólk í samræmi við innihald stefnunnar til að efna umhverfisvitund innan fyrirtækisins.
  • Ábyrgðaraðilar fylgja eftir að stefnu sé fylgt og sjá um reglulegar úttektir á hvort starfshættir og verklag samræmist stefnunni.
  • Allir starfsmenn eru hvattir til að koma með tillögur að úrbótum og aðrar ábendingar.
  • Ábyrgðaraðili tryggir að öllum lagalegum kröfum sem gerðar eru til okkar í umhverfismálum, sé fylgt til hins ýtrasta.

Markmið

Vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og náttúruvernd.
Lágmarka notkun óendurnýtanlegra orkugjafa.
Lágmarka notkun takmarkaðra auðlinda.
Flokka, endurvinna og endurnýta eins mikið og hægt er og farga öðru á sem umhverfisvænasta máta.
Nota upplýsingatæknina til að lágmarka allar útprentanir og pappírsnotkun.
Velja samstarfsaðila sem eru umhverfisvottaðir og að sama skapi vottaðar vörur eins og hægt er.
Velja vottað hráefni í eigin framleiðslu eftir fremsta megni.
Tryggja langan líftíma húsgagna til að lágmarka sóun.

umhirða og viðhald

Umhirða og viðhald vara frá Syrusson getur verið eins mismunandi og þær eru margar. Starfsfólk Syrusson veitir upplýsingar um réttar aðferðir í þeim málum. Mælt er með að fagfólk Syrusson sinni þá flóknara viðhaldi svo gæði vörunnar haldist sem best og sem lengst.

Ábyrgð

Syrusson veitir 5-10 ára ábyrgð á vörum sínum eftir atvikum og er upphafsdagur miðaður við kaupdag.
Undir ábyrgð falla framleiðslugallar, bilanir og óeðlilegar skemmdir við eðlilega notkun. 
Vörur sem hafa verið geymdar, notaðar eða settar saman á rangan hátt falla ekki undir ábyrgð. Einnig eru skemmdir og eðlilegt slit eftir noktun ekki ábyrgðarmál. Þá er átt við rispur, litamunur á áklæði o.s.frv.
Ábyrgðin nær ekki til tjóns vegna óhappa, s.s. falls og högga. Ábyrgð nær ekki yfir skemmdir sem koma til vegna þrifa með röngum efnum sem ekki eru gerð fyrir viðkomandi vöru.