Verk

Syrusson hefur unnið með fjölda stofnana og fyrirtækja á undanförnum misserum og lagt til heildarlausnir, allt frá hönnun að endanlegu útliti með fallegum húsgögnum. Við sérsmíðum mikið til að húsgögnin falli vel að því útliti og sýn sem lagt var upp með. Oft eru það okkar eigin arkitektar sem þjónusta viðskiptavininn alveg frá ákvörðun um að endurgera rými eða flytja í nýtt húsnæði. Við getum séð um allt útlit fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum.

Hér á síðunni má finna nokkur dæmi um verkefni sem við unnum með hinum ýmsu aðilum. 

Heyrið endilega í okkur og kannið hvað okkar fagfólk getur gert fyrir ykkur.