sagan okkar
Syrusson hönnunarhús er stofnað árið 2006 og gerir sér þá þegar gott orð í hönnun á íslenskum húsgögnum. Reynir Sýrusson kemur inn á markaðinn með nýja nálgun og sýn sem skilar sér í ferskum andblæ og húsögnum sem svo sannarlega slógu í gegn hjá þeim hópi kaupenda sem leituðu að einhverju ólíkt því sem áður hafði sést. Starfsemin hófst í lítlu rými í Hamraborginni í Kópavogi en fyrirtækið tók strax að dafna og stækka og einungis 4 árum síðar var þörfin á stærra og hentugra húsnæði orðin slík að fyrirtækið þurfti að flytja sig um sel.
Syrusson hönnunarhús hefur haldið áfram að stækka á traustum grundvelli æ síðan og bætti við hlutverkinu að bjóða einnig upp á erlenda og innflutta framleiðslu til að mæta þörfum þeirra sem þurftu heildarlausnir, bæði hönnunarvöru sem og einföld skrifstofuhúsgögn. Þessi viðbót leiddi til þess að Syrusson varð árið 2009, hluti af rammasamningum við ríki og sveitarfélög og hefur verið aðili að þeim síðan. Syrusson er þar eitt af 6 fyrirtækjum sem bjóða í útboð á vegum opinbera aðila í flokkum skrifstofu-, skóla-, og hægindahúsgagna.
Með þeirri ákvörðun um að sinna bæði þörfum þeirra sem leituðu hönnunar og íslenskrar framleiðlsu, sem og innfluttra húsgagna hefur Syrusson myndað sér ákveðna sérstöðu á markaðinum því við getum unnið verkefni algjörlega frá A-Ö með því að bjóða vönduð og hentug húsgögn ásamt því að hanna allt og sérsmiða sem ekki er hægt að leysa með hefðbundnum lausnum.
Syrusson heldur áfram að þróast og útvíkka þjónustu sína með fjölgun öflugs starfsfólks með menntun og reynslu á sínu sérsviði, sbr. Innanhússarkitekta, vöruhönnuði, sérfræðinga á viðskipta- og markaðssviði og hafa nú á árunum frá 2020 stóraukið þáttöku sína í verkefnum sem innifela í sér beina aðkomu innanhússarkitektanna í hönnun þeirra rýma sem unnið er með. Þar með má með sanni segja að Syrusson sé alltaf með lausnina
2008
Eftir að hafa getið sér gott orð á undangengnum misserum, verður það til þess að Syrusson fær í hendur það verkefni að hanna og framleiða allan lausabúnað í Guðríðarkirkju. Þar voru hönnuð ný húsgögn alveg frá grunni og alveg einstakir hlutir svo sem predikunarpúltið og skírnarfonturinn sem að stærstum hluta eru úr íslensku stuðlabergi.
2014
Langt og farsælt samband Syrusson og Arion banka hefst með samvinnuverkefni Syrusson og Arkís arkitekta um hönnun og útfærslu útibús Arion banka í Borgartúni. Í kjölfarið tók Syrusson stóran þátt í öllum framkvæmdum Arion við endurnýjun og opnun nýrra útibúa, hvort sem var um hönnun húsgagna að ræða eða fastra innanstokksmuna. Margt spennandi fæddist í þessu samstarfi.
2018
Syrusson og Landspítalinn vinna saman að hönnun stóls sem uppfyllir allar kröfur sýklavarndeildar spítalans er viðkemur sýklavörunum. Stóllinn er framleiddur á þann veg að sýklar geti ekki tekið sér bólfestu í samskeytum, saumum eða áklæði. Stólinn má sótthreinsa ítrekað með sterkum efnum án þess að rýra endingu hans ólíkt hefðbundnari húsgögnum sem þarf að farga þegar upp kemur sýking á deild. Stóllinn ber nafnið Garpur og er hann breytt útgáfa af eldri stól með sama nafni sem hannaður var sem stóll sem hentaði í umönnun aldraðra.
2020
Syrusson tekur þátt í útboði Reykjanesbæjar um húsgögn fyrir nýjan grunnskóla í bænum, Stapaskóla og kemur út sem sigurvegari þar. Í samvinnu við forstöðumanna skólans var verkefninu ýtt úr vör en verkefnið var óvenjulegt að því leyti að Stapaskóli hafði aðra nálgun á skólastarfinu en gekk og gerðist. Einstaklingsmiðaðar kennsluaðferðir kölluðu á nýja nálgun í húsgagnavali og kom reynsla og þekking Syrusson að góðum notum í því samstarfi. Syrusson og Stapaskóli hafa alla tíð unnið náið saman og Syrusson komið á móts við þarfir skólans í húsgagnavali hvernig sem það lítur út hverju sinni.
2021
Syrusson hannar og framleiðir stólinn Yrja, systurstól Garps, sem einnig uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til húsgagna inn á sjúkrastofnanir m.t.t. sýklavarna. Stóllinn hefur verið einn aðal stóllinn á Landspítalanum frá fæðingu hans. Stóllinn þótti svo vel heppnaður að hönnuð var önnur útgáfa af stólnum sem gegnir hlutverki borðstofustóls.