Work Sit Stand er klefi fyrir 1 en hannaður með það að leiðarljósi að vera meira eins og lítil skrifstofa en klefi sem maður notar bara í stutta stund. Hann er frábær lausn þegar starfsmaður þarf fullkomið næði til að vinna í einhvern tíma í senn. Klefinn er rúmgóður og með þægilegri vinnuaðstöðu þar sem notandinn getur hækkað og lækkað borðið í klefanum. Þá getur notandinn ákveðið hvort hann/hún/það standi, sitji á háum stól eða stól í hefðbundinni hæð. Gott pláss er í klefanum svo hægt er að vera með veglegan skrifborðsstól þar inni . Skrifborðið í Work Sit Stand klefanum er stærra en í Work klefanum og því ennþá meira pláss fyrir þau tæki og tól sem starfsmaðurinn þarf að nota.
Góð og stillanleg loftræsting og vönduð stillanleg lýsing gera það að verkum að auðvelt er að breyta upplifuninni af því að vera inni í Work Sit Stand klefanum. Klefinn skynjar hvenær enginn er inni og skiptir þá algjörlega um loft í honum til að næsti notandi komi að honum ferskum ef fyrri notandi hafði ekki nýtt sér loftræstikerfið, og loftið farið að þyngjast.
Gler í Work Sit Stand getur verið glært eða sandblásið. Val er um liti og tegund áklæðis. Litur utan á klefanum er hvítur eða svartur og einnig er hægt að velja um liti á borðinu inni í klefanum. Hægt er að velja sérstaklega betur eldvarið efni í klefann. Í klefanum eru rafmagns- og USB tengi svo auðvelt er að hlaða allar tölvur, spjaldtölvur og síma en einnig er hægt að fá önnur tengi svo sem nettengi og HDMI ásamt festingum fyrir skjái.
Fáðu tilboð í útfærslu sem hentar þér