HÖNNUN

ráðgjöf

Syrusson býður upp á heildarlausnir fyrir heimilið og fyrirtækið. Stór hluti af því er að hanna rýmin, teikna þau upp og framsetja á þann hátt að viðskiptavinurinn fái sem skýrasta mynd af hvernig rýmið kemur til með að líta út. Við komum á staðinn, mælum, teiknum upp og ráðleggjum út frá óskum og þarfagreiningu viðskiptavina. Við hjálpum til með litaval og vinnum verkefnið með viðskiptavinum frá A-Ö. Ekkert verkefni er of smátt eða of stórt. Innanhússarkitektar og hönnuðir okkar hafa mikla reynslu af hönnun bæði heimila og upp í stóra vinnustaði.