UMHVERFIS

Stefna

Umfang

Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi Syrusson og er ábyrgð á framfylgni hennar jafnt hjá stórnendum og annarra starfsmanna. Allir starfsmenn Syrusson skulu þekkja efni umhverfisstefnunnar, vinna samkvæmt henni og markvisst að leita leiða til úrbóta í umhverfismálum.

Framkvæmd

  • Teymi innan Syrusson býður upp á fræðslu fyrir starfsfólk í samræmi við innihald stefnunnar til að efna umhverfisvitund innan fyrirtækisins.
  • Ábyrgðaraðilar fylgja eftir að stefnu sé fylgt og sjá um reglulegar úttektir á hvort starfshættir og verklag samræmist stefnunni.
  • Allir starfsmenn eru hvattir til að koma með tillögur að úrbótum og aðrar ábendingar.
  • Ábyrgðaraðili tryggir að öllum lagalegum kröfum sem gerðar eru til okkar í umhverfismálum, sé fylgt til hins ýtrasta.

Markmið

Vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og náttúruvernd.
Lágmarka notkun óendurnýtanlegra orkugjafa.
Lágmarka notkun takmarkaðra auðlinda.
Flokka, endurvinna og endurnýta eins mikið og hægt er og farga öðru á sem umhverfisvænasta máta.
Nota upplýsingatæknina til að lágmarka allar útprentanir og pappírsnotkun.
Velja samstarfsaðila sem eru umhverfisvottaðir og að sama skapi vottaðar vörur eins og hægt er.
Velja vottað hráefni í eigin framleiðslu eftir fremsta megni.
Tryggja langan líftíma húsgagna til að lágmarka sóun.