Syrusson Hönnunarhús er eitt framsæknasta hönnunarfyrirtæki landsins.  Við bjóðum upp á gríðarlegt úrval af húsgögnum fyrir heimili og vinnustaði.  Stór hluti húsgagna okkar er íslensk hönnun og framleiðsla og er mikil áhersla er lögð á fágun og fagmennsku við smíði þeirra. Syrusson hefur verið starfrækt frá árinu 2007 og búa starfsmenn okkar yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu á sviði hönnunar og framleiðslu. Síðustu misseri höfum við sótt í okkur veðrið í skrifstofuhúsgögnum í samstarfi við trausta og virta erlenda framleiðendur. Í kjölfarið af því hefur vöxtur okkar verið hraður og stöðugur en við höldum þó alltaf í grunngildin okkar, að veita sveigjanlega og persónulega þjónustu og finna réttu lausnirnar fyrir hvern og einn viðskiptavin. Okkar sérstaða er að við getum boðið stöðluð húsgögn fyrir öll rými, sem þó bjóða upp á mikinn sveigjanleika í efnisvali, en á sama tíma hannað og smíðað sérhæfðar lausnir þar sem þörf er á því. Við erum alltaf með á könnunni og viljum endilega fá ykkur í heimsókn.

 

Syrusson hönnunarhús - Syrusson skrifstofuvörur

- Alltaf með lausnina