Syrusson hefur frá stofnun verið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki og hefur í samstarfi við innlenda aðila verið leiðandi í íslensku handverki og hönnun. Á síðustu misserum höfum við vaxið hratt og til að mæta kröfum viðskiptavina okkar, bætt við í úrvalið vörum af erlendum uppruna og gætt þess að slá ekkert af þeim kröfum sem við gerum til gæða framleiðslunnar . Á þessari síðu má finna bæði íslenskar og erlendar vörur og eru allar íslenskar vörur á síðunni eru merktar sem slíkar svo enginn vafi þarf að liggja á hvort varan sé framleidd hér á landi eða erlendis. Við minnum á að við sérsmíðum allar mögulegar lausnir, allt frá litlum náttborðum yfir í heilu bankaútibúin. Ef þið hafið einhverjar spurningar um íslensku framleiðsluna okkar er um að gera að senda okkur póst með því að smella á hlekkinn hér að neðan eða bara taka upp tólið og slá á þráðinn í 588-4555

Senda fyrirspurn um íslensku framleiðsluna