Stefna Syrusson í gæðamálum er metnaðarfull. Við ætlum okkur að mæta og fara fram úr væntingum viðskiptavina okkar. Við vitum að ef markmið okkar eigi að nást þurfum við að setja okkur verklagsreglur sem taka mið af þeim markmiðum.

 

Stefna okkar felst m.a. í því:

  • Að láta allar okkar aðgerðir og breytingar stuðla að bættri þjónustu og upplifun viðskiptavina okkar.
  • Að straumlínulaga ferla og vinna stöðugt að umbótum þeirra með rýni og endurskoðun.
  • Að viðhalda gæðakerfi Syrusson með stöðugu eftirliti og innra starfi.
  • Að starfsmenn fái nauðsynlega þjálfun og endurmenntun til að viðhalda gæðum í öllum rekstrarþáttum fyrirtækisins.
  • Að framfylgja öllum lögum og reglum er snúa að rekstri fyrirtækisins.
  • Að leitast við að velja til samstarfs þá aðila sem geta sýnt fram á gæði sinnar vöru eða þjónustu, með vottunum eða öðrum hætti.
  • Að taka öllum ábendingum viðskiptavina sem tækifærum til að gera betur og gera ráðstafanir til þess þar sem við á.