Fyrirtækja

þjónusta

Við hjá Syrusson leggjum mikið upp úr þeirri sérstöðu okkar að geta boðið upp á heildarlausnir til allra fyrirtækja og stofnanna, stórra og smárra. Við bjóðum bæði upp á hefðbundnar og sérhæfðar lausnir sem henta hvaða starfsemi sem er. Fyrirtæki geta komið til okkar með óljósa hugmynd um hvað þau vilja gera í breytingum eða úrbótum á vinnustaðnum eða þegar alveg nýtt rými er tekið til notkunar.

 Leitið til okkar og við getum:

  • Mælt upp rýmið og komið tillögur um hámarksnýtingu
  • Hannað rýmið og komið með tillögur að húsgögnum, uppröðun á þeim út frá þarfagreiningu sem við vinnum með ykkur.
  • Ráðlagt ykkur í litavali á húsgögnum m.t.t. einkennislita fyrirtækisins, litavali á t.d. veggjum, gólfi og gluggatjöldum.
  • Ráðlagt ykkur í hljóðvist og annarri vinnuvistfræði.
  • Hannað og sérsmíðað lausnir sem ekki fást annarsstaðar og henta nákvæmlega ykkar þörfum og starfsemi
  • Verið ykkar innan handar er fyrirtækið ykkar stækkar og dafnar og þarf að bæta, breyta og endurnýja í framtíðinni. Þá eigum við öll gögn, alla hugmyndavinnuna og eigum auðvelt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið síðast.

Það er án efa mikill kostur að geta leitað bara á einn stað til að klára verkefnið frá A-Ö og tala bara við þinn fulltrúa um allt sem upp kemur. Við höfum í okkar röðum reynda hönnuði, innanhússarkitekta, sölu- og þjónustufulltrúa svo þið eruð alltaf í góðum höndum hjá Syrusson.