Ábyrgð

Syrusson veitir 5-10 ára ábyrgð á vörum sínum eftir atvikum og er upphafsdagur miðaður við kaupdag.
Undir ábyrgð falla framleiðslugallar, bilanir og óeðlilegar skemmdir við eðlilega notkun. 
Vörur sem hafa verið geymdar, notaðar eða settar saman á rangan hátt falla ekki undir ábyrgð. Einnig eru skemmdir og eðlilegt slit eftir noktun ekki ábyrgðarmál. Þá er átt við rispur, litamunur á áklæði o.s.frv.
Ábyrgðin nær ekki til tjóns vegna óhappa, s.s. falls og högga. Ábyrgð nær ekki yfir skemmdir sem koma til vegna þrifa með röngum efnum sem ekki eru gerð fyrir viðkomandi vöru.