HushPhone hljóðvistarklefi

Vandaður símaklefi með mjög góðri hljóðeinangrun.

Í klefanum er bæði fast hliðarborð sem einnig er hægt að nota sem armhvílu. Í klefanum er annað borð sem er fellt inn í vegginn þegar það er ekki í notkun en þar er t.d. Hægt að koma fyrir fartölvu. Klefinn getur því einnig hentað sem klefi fyrir fjarfundi. Hægt er að setja hátt sæti inn í klefann, t.d. Koll eða nettan barstól sem getur hentað ef algengt er að fólk tali lengi í símann í klefanum eða sé að funda í gegnum tölvuna.

Val er um liti og tegund áklæðis. Litur utan á klefanum getur verið svartur eða hvítur, gler getur verið glært eða sandblásið til að ekki sjáist inn í hann. Hliðarborð og fellanlega borðið er einnig til í ýmsum litum. Hægt er að velja sérstaklega meira eldvarið efni í klefann.

Fáðu tilboð í útfærslu sem hentar þér.

Vörunúmer: HUS-BX-018 Vöruflokkar: , , Framleiðandi: