Enjoy Elite 2 skrifborðsstóll

Enjoy stóllinn er mest seldi stóllinn okkar og hefur reynst einstaklega vel á fjölmörgum stórum vinnustöðum þar sem tugir og jafnvel hundruðir starfsmanna nota hann. Hann er með neti í bæði setu og baki og andar vel sem kemur í veg fyrir svitamyndun við langa setu. Bak er hækkanlegt og hægt er að stilla sérstaklega bakstuðninginn, seta er dýptastillanleg og mótstaða baks einnig stillanleg fyrir hvern og einn. Baki er hægt að læsa í 4 mismunandi stöðum og er höfuðpúði hæða og halla stillanlegur. Armar eru 5d stillanlegir og er auðvelt að taka þá af fyrir þá sem ekki vilja arma. Seta og bak er einnig framhallanlegt.

Enjoy Elite 2 er nýjasta kynslóð hins frábæra Enjoy Elite sem hefur verið okkar mest seldi stóll í yfir áratug. Hann hefur reynst mjög vel á íslenskum vinnustöðum og eru viðskiptavinir okkar að koma aftur og aftur þegar þarf að bæta í nýjum stólum.

Enjoy Elite 2 býður upp á fjölmargar stillingar en það er einn helsti kostur stólsins hvað það er auðvelt að stilla hann þrátt fyrir að möguleikarnir séu margir

Vörunúmer: EJE2-AB-HAM-5D-L Vöruflokkar: , , Framleiðandi:

179.900 kr.