Baltic Soft Duo stóll

Þægilegi Baltic Soft Duo stóllinn eftir Krystian Kowalski er í senn notalegur og vingjarnlegur. Skeljarformið, mjúkur púðinn og bólstrað bakið tryggja mikil þægindi við notkun. Baltic Soft Duo stóllinn kemur á klassísku 4ja fóta stelli úr málmi eða á snúningsfæti með eða án hjóla sem gerir það að verkum að hægt er að aðlaga stólinn að fjölbreyttum rýmum. Stóllinn er fullkominn fyrir skrifstofur, ráðstefnu- og þjálfunarmiðstöðvar og almenningsrými eins og kaffihús eða anddyri hótela, sem og heimili. Fjölbreytt úrval áklæða í boði fyrir sætið.

Framleiðandi: MDD