HÚSGÖGN

Íslensk hönnun

Syrusson sérhæfir sig í að hanna og sérsmíða lausnir fyrir allar gerðir verkefna. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ótal verkefnum þar sem hefur þurft að hanna frá grunni og sérsmíða húsgögn, fasta muni og ýmis önnur krefjandi verkefni. Hjá okkur starfa innanhúsarkitektar, hönnuðir og reynslumikið fólk í sölu og þjónustu sem taka áskorunum fagnandi.

HEIMILIÐ

Syrusson býður uppá fjölbreyttar lausnir fyrir heimilið. Með fallegri og tímalausri hönnun getum við sérsmíðað lausnir sem henta öllum heimilum. Hjá okkur starfa færir innanhússarkitektar og hönnuðir sem hanna eftir þínum þörfum og sjá til þess að húsgögnin falli vel að þínu umhverfi og prýði heimilið.

Vinnustaðurinn

Við bjóðum uppá margvíslegar lausnir fyrir vinnustaðir af öllum gerðum, meðal annars fyrir skrifstofur, setustofur og fundarrými, matsali, ráðstefnusali og svo mætti lengi telja. Við höfum unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins svo sem sveitafélögum út um allt land, stórum og smáum. Ekkert verk er of stórt eða of lítið og getum við klárað það frá A-Ö, allt frá fyrstu hugmynd, að hönnun og teikningu, vali á húsgögnum, sérsmíða það sem þarf og afhendingu og þjónustu. Við erum aðilar að rammasamningum við Ríkið í öllum flokkum húsgagna og höfum verið undanfarna 4 skipti sem þeir hafa verið boðnir út. Sem dæmi um afrakstur verkefnis má til dæmis sjá hvernig við leystum verkefni fyrir hönd Reykjavíkurborgar með því að smella hér 

Hjúkrun

Syrusson bæði flytur inn sem og hannar og sérsmíðar lausnir fyrir hjúkrunarheimli þar sem lagt er áherslu á þægindi og gæði. Við höfum unnið mikið með t.d. Hrafnistu í gegnum tíðina og hafa húsgögn og aðrar lausnir frá okkur verið í notkun á ýmsum stöðum á þeirra vegum. Hægt er að skoða afraksturinn hér.  

Skólar og leikskólar

Við sérsmíðum margskonar lausnir fyrir skóla og leikaskóla og útbúum góðar vinnuaðstöður sem henta námsfólki á öllum aldri. Hæðarstillanleg borð, hljóðeinangrandi skilrúm og góðar hirslur eru dæmi um húsgögn sem við nýtum í sérlausnir fyrir skóla en einnig bjóðum við uppá sértækari lausnir eins og tónmenntar – og myndlistarhúsgögn.  

Vörumerki

Syrusson býður einnig uppá mikið úrval af húsgögnum frá hágæða vörumerkjum. Meðal vörumerkja eru Narbutas, Flokk, Profim, Mikomax, HushOffice, Pedrali, Dogus, Comfort Workspace, Spaceforme, Ondaretta, Vildika, Mara o.fl. Í sýningarsal okkar að Síðumúla 17, 108 Reykjavík er hægt að skoða helstu vörur en einnig er hægt að hafa samband við okkur í netfangið [email protected] fyrir frekar fyrirspurnir.