Hönnun og sérsmíði

Frá hugmynd að veruleika

Sköpum einstök rými saman – frá hugmynd að fullkomnu rými með persónulegri þjónustu all leið. 

Hönnun og Sérsmíði

Einstök hönnun, vandað handverk

Móttökuborð í TM
innanhús hönnun, skilrúm og vinnurými
innanhús hönnun, skilrúm og vinnurými

Við erum sérfræðingar í að hanna og sérsmíða einstök rými sem endurspegla persónulegan stíl og þarfir hvers viðskiptavinar. Hvort sem um er að ræða vinnustaðinn, opinber rými eða heimilið þá vinnum við náið með þér til að skapa fallegar og hagnýtar lausnir. 

Sérsmíði í samstarfi við arkitekastofur

Þú hannar - við sérsmíðum

Við bjóðum upp á sérhæfða þjónustu fyrir arkitektastofur og vinnum náið með arkitektum og hönnuðum að því að framkvæma hugmyndir og teikningar þeirra.

Í slíku samstarfi sjáum við um:
1. Nákvæma útfærslu á hönnun
2. Vandaða sérsmíði húsgagna og innréttinga
3. Innkaup á húsgögnum eftir þörfum
4. Afhendingu og uppsetningu

Með áratuga reynslu í sérsmíði og framkvæmd flókinna verkefna erum við góður samstarfsaðili fyrir arkitektastofur sem vilja tryggja að hönnun þeirra verði að veruleika nákvæmlega eins og lagt var upp með.
Ferlið

Við klárum þitt verkefni frá a-ö

Þegar verið er að breyta til vakna oft upp margar spurningar: Hvaða húsgögn á að velja og í hvaða lit? Hvar á að panta? Hvernig verða þau flutt til okkar? Hver á að setja þau upp?
Engar áhyggur, við sjáum um allt ferlið fyrir þig.

ferli við sérmíði á vinnurými, NOVA-O
01

Þarfagreining

Við komum á staðinn, metum rýmið, gerum uppmælingar og greinum þínar þarfir og óskir.

02

Tillaga I

Hönnun, efnisvali og litapallettu er skilað sem fyrstu tillögu. Í kjölfarið er fundað og aðlagað eftir þínum þörfum.

03

Tillaga II

Tillaga II gerð útfrá fundi ef eitthvað þarf að laga eða viðskiptavinurinn vill sjá aðra tillögu til að bera saman við.

04

Pöntun

Við pöntum vörur og framköllum afhendingaráætlun. Ef um sérsmíði er að ræða sendum við vörur í framleiðslu.

05

Afhending og uppsetning

Við sjáum um flutning og afhendingu ásamt því að setja rýmið og vörurnar upp.

Verk

Skoðaðu nokkur
af okkar fyrri verkum

Syrusson hefur unnið með fjölda stofnana og fyrirtækja á undanförnum misserum og lagt til heildarlausnir, allt frá hönnun að endanlegu útliti með fallegum húsgögnum og hagnýtum lausnum.

Vörur

Falleg og vönduð
skrifstofuhúsgögn

Við bjóðum upp á úrval vandaðra húsgagna fyrir vinnustaðinn sem stuðla að betri starfsánægju og framleiðni.

Umsagnir

okkar viðskiptavinir eru
ánægir viðskiptavinir

Við leggjum áherslu á mikil gæði og þægindi okkar vöru samhliða því að hönnunin sé falleg. Ánægja viðskipvina okkar skiptir okkur öllu máli.